Erlendir fjárfestar og dreifingaraðilar

Samstarfsaðili Evris, fyrirtækið Toro Ventures, sérhæfir sig í tengja saman fyrirtæki í nýsköpun og erlenda fjárfesta og dreifingaraðila. Fyrirtækið er í eigu sömu aðila og Inspiralia sem hefur náð einstökum árangri við að sækja evrópska styrki til íslenskra nýsköpunarfyrirtækja (sjá hér neðar).

Toro Ventures er ráðgjafafyrirtæki sem aðstoðar lítil og meðalstór fyrirtæki við sókn á alþjóðlega markaði, annað hvort með því að koma þeim í sambandi við stórt net alþjóðlegra fjárfesta sem hafa þekkingu og tengsl inn á viðkomandi markaði og/eða dreifingaraðila einkum í Evrópu, Bandaríkjunum og suður Ameríku. Starfsfólk Toro Ventures hefur langa reynslu af því að fylgja fyrirtækjum í nýsköpun í vegferð þeirra til alþjóðavæðingar.

Sérfræðingur Toro Ventures, Luis Enrique, verður hér á landi dagana 23. - 26. október til að funda með íslenskum fyrirtækjum sem hafa áhuga á að nýta sér þjónustu fyrirtækisins. Um þessar mundir er Toro Ventures með fjárfesta sem hafa áhuga á að fjárfesta í fyrirtækjum sem sérhæfa sig í “IoT, Big Data, Analytics, machine learning, biometrics, drones, photonics and robotics”

Toro Ventures hefur einnig greiðan aðgang að dreifingaraðilum fyrir vörur sem snúa að orku- og bættri orkunýtingu, tæknilegum lausnum í sjávarútvegi og landbúnaði, byggingageiranum, ýmiskonar heilsutengdum vörur og margt fleira.

Þeir sem hafa áhuga á að funda með Luis sendi tölvupóst á framkvæmdastjóra Evris, Önnu Margréti í netfangið annamargret@evris.is

Fáðu fjármagn!

Poppins & Partners í samstarfi við Evris kynna Fáðu fjármagn!

Ráðstefnu- og vinnustofudagur þar sem fjallað verður um fjármögnun sprotafyrirtækja.

Dagsetning: 4. október 2018 
Staðsetning: Hilton Nordica Reykjavík
Tími: 8:45 - 12:00 (vinnustofur hefjast kl. 13/14)
Verð: 15.900 kr.

NOTAÐU KÓÐANN POPPINS15 TIL AÐ FÁ 15% AFSLÁTT AF MIÐAVERÐI. 
Fyrirlesarar verða Kolbrún Hrafnkelsdóttir, stofnandi Florealis, Hekla Arnardóttir, Founding Partner hjá Crowberry Capital, Guðmundur Hafsteinsson, yfirmaður vöruþróunar á Google Assistant, englafjárfestir og nýskipaður formaður stýrihóps um mótun nýsköpunarstefnu fyrir Ísland, Ásdís Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Atvinnumálum kvenna, Ingi Rafn Sigurðsson, stofnandi Karolina Fund og Paula Gould, sérfræðingur í markaðssamskiptum. Fundarstjóri verður Anna Margrét Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Evris.
Seinni hluta dags verða vinnustofur í gerð fjárfestakynninga, undirbúningi hópfjármögnunar-herferða og styrkumsóknaskrifum fyrir þá fyrstu sem skrá sig, en aðeins 20 sæti verða í boði á hverja vinnustofu.

Bakhjarlar ráðstefnunnar eru Atvinnumál kvenna, Frumtak, Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins (NSA) og Svanni lánatryggingasjóður.

Samstarfsaðilar eru Icelandic Startups, Karolina Fund og Startup Iceland.

Nánari upplýsingar má finna hér: https://www.poppinsandpartners.com/fadu-fjarmagn-2018

Samstarf Evris og Poppins & Partners

Fyrirtækin Poppins & Partners ehf. og Evris ehf. hafa tekið höndum saman með það að leiðarljósi að efla stuðning við nýsköpun á Íslandi. Með markvissu samstarfi sín á milli vilja Poppins & Partners og Evris hámarka samlegðaráhrif þeirrar þjónustu, sem fyrirtækin tvö veita, einkum sprotafyrirtækjum og einstaklingum í nýsköpun. Þjónustan felst m.a. í að undirbúa styrkumsóknir innan lands og utan, sækja annars konar fjármögnun og almennri ráðgjöf.

Bæði fyrirtækin byggja brýr með sprotafyrirtækjum og frumkvöðlum. Poppins & Partners veita sérþekkingu á íslensku fjármögnunarumhverfi, hvort sem um ræðir styrki eða áhættufjármagn auk þess að koma að hinum ýmsum hliðum fyrirtækja í vexti, s.s. stefnumótun, verkefnastjórnun og áætlanagerð. Evris hefur aftur á móti sérhæft sig í að veita aðstoð í að sækja styrki í erlenda sjóði, opna erlenda markaði og miðla alþjóðlegri þekkingu og aðstoð til fyrirtækja og brúa þannig leið þeirra yfir á erlenda markaði.

Á myndinni má sjá Þórunni Jónsdóttur frá Poppins & Partners og Önnu Margrét Guðjónsdóttur frá Evris þegar samstarfssamningurinn var undirritaður.


Ný fyrirtæki bætast á listann

Fyrirtækin Skaginn hf og DT Equipment bættust í hóp þeirra íslensku fyrirtækja sem Evris og Inspiralia hafa aðstoðað við að sækja og fá stóra styrki frá ESB til vöruþróunar og undirbúnings alþjóðlegrar markaðssetningar. 

Eftirtalin fjögur fyrirtæki hafa fengið fasa 2 styrki með aðstoð Evris og Inspiralia samtals að fjárhæð € 6.721.068 eða ÍSK 834.622.224 (gengi 7 ágúst 2018):

Skaginn hf (€ 2.083.055), DT Equipment ehf (€ 1.405.469), Genis hf (€ 1.526.271) og Aurora Seafood ehf (€ 1.705.778).

Eftirtalin fyrirtæki hafa fengið fasa 1 styrki með aðstoð Evris og Inspiralia, hvert að fjárhæð € 50.000 eða ÍSK 6.209 (gengi 7. ágúst 2018). Samtals styrkir eru því € 1.650.000 eða ÍSK 204.897.000.

Platome, Íslensk hollusta, Naust Marine, Asco Harvester, Aurora Seafood, Genís, Skaginn, Men&Mice, DT Equipment, DoHop, EpiEndo, SideKick health, eTactica, Stálsmiðjan-Framtak, Jakar, Röst, Ekkó, Saga Medica, Erki tónlist, Info Mentor, GeoSilica, Memento, Navis, Fisheries Technology, Taramar, Medilync, SAREYE, Þula, Activity Stream, Seafood IQ, IceCal, Curio og Carbon Recycling International.

Tvö íslensk fyrirtæki fá stóra styrki

Þær góðu fréttir bárust í síðustu viku að tvö íslensk fyrirtæki fái styrki samtals uppá 3,5 milljónir evra til þróunarstarfs og undirbúnings alþjóðlegrar markaðssetningar.  Á þessu stigi gefum við ekki upp hvaða fyrirtæki það eru en hér er listi yfir þau 35 fyrirtæki sem hafa fengið hafa ESB styrki fyrir tilstilli Evris:

Aurora Seafood, Rafnar, Genís, Skaginn3X, Men&Mice, Laki, Icewind, Gerosion, DT Equipment, DoHop, EpiEndo, Marorka, SideKick health, Klappir, eTactica, Stálsmiðjan-Framtak, Jakar, Röst, Ekkó, Saga Medica, Erki tónlist, Info Mentor, GeoSilica, Memento, Navis, Fisheries Technology, Taramar, Medilync, SAREYE, Þula, Activity Stream, Seafood IQ, IceCal, Curio og Carbon Recycling International.

Genís komið á lista yfir úrvals fyrirtæki

Fyrirtækið Genís á Siglufirði varð fyrst íslenskra fyrirtækja að komast í gegnum SME fasa 2 umsóknarferli Evrópusambandsins frá því nýjar verklagsreglur tóku gildi í ársbyrjun 2018.

Reglurnar eru þannig að nú þurfa forráðamenn fyrirtækja sem skora hæst, í mati á umsóknum, að fara til Brussel og halda kynningu fyrir dómnefnd, á verkefninu eða vörunni og sanna að fyrirtækið á bak við hugmyndina geti komið henni á alþjóðlega markaði.

Við óskum Genís til hamingju með að hafa komist í gegnum þetta nálarauga!

Íslensk fyrirtæki ná í gegn með Inspiralia

Inspiralia kom inn á íslenskan markað um mitt ár 2016. Á fyrsta ári fyrirtækisins hér á landi skrifuðu þau styrkumsóknir fyrir 21 íslenskt fyrirtæki í sk. SME Instrument H2020. Í lok ársins voru 12 fyrirtæki komin með vilyrði fyrir styrk og þrjú til viðbótar ansi nálægt því. Það er gífurleg samkeppni um þessa styrki og árangur Inspiralia því einstakur og sannar að sóknarfæri íslenskra fyrirtækja í styrkjaumhverfi ESB miklir sé rétt á málum haldið.

Nýtt verkefni fer af stað

Í byrjun árs 2017 hófst nýtt Erasmus+ verkefni sem Evris ses heldur utan um. Verkefnið heitir "Catch the BALL" og er framhald af hinu velheppnaða "BALL" verkefni sem lauk í september á siðasta ári. Samstarfsaðilar okkar í þessu nýja verkefni eru U3A Reykjavík, Tæknigarðarnir við háskólann í Kaunas í Litháen og breska fyrirtækið MBM Training and Development.