Evris er brú íslenskra nýsköpunarfyrirtækja yfir á alþjóðlega markaði

Styrkir til vöruþróunar og markaðssetningar

Með samstarfssamningi Evris og alþjóðlega ráðgjafarfyrirtæksins Inspiralia hafa opnast einstakir möguleikar fyrir íslensk fyrirtæki og stofnanir, sem stunda rannsóknir og/eða nýsköpun, að sækja alþjóðlega styrki til vöruþróunar og undirbúnings markaðssetningar erlendis. Við aðstoðum við að sækja evrópska styrki eins og SME Instrument sem styrkir einstök fyrirtæki til vöruþróunar og markaðssetningar á evrópska og alþjóðamarkaði og Eurostars sem ætluð eru litlum og meðalstórum fyrirtækjum til rannsókna og vöruþróunar eða Fast Track Innovation.

Við aðstoðum líka við að sækja bandaríska styrki eins og SBIR sem ætlaðir eru til vöruþróunar á frumstigum og undirbúnings markaðssetningar í Bandaríkjunum.

Evris og Inspiralia halda reglulega kynningarfundi hér á landi um sóknarfæri í evrópskum og bandarískum styrkjum en þess á milli er okkur sönn ánægja að funda með viðskiptavinum og fara yfir sérsniðna styrkjamöguleika.

Við uppfærum reglulega fréttir um árangur Inspiralia með íslenskum fyrirtækjum á bloggsvæðinu (sjá efst á stikunni).

Sendu okkur skilaboð ef þú vilt vita meira 

Vantar fjármagn, þekkingu og alþjóðlegt tengslanet?

Evris aðstoðar íslensk fyrirtæki í nýsköpun við að komast í samband við alþjóðlega fjárfesta og dreifingaraðila. Við vinnum með fyrirtækinu Toro Ventures, sem hefur langa og farsæla reynslu í greina fjárþörf fyrirtækja sem vilja sækja á alþjóðlega markaði, undirbúa fjármögnunarpakka og að leita að alþjóðlegum fjárfestum. Með alþjóðlegum fjárfestum kemur mikil þekking inn í fyrirtækið og leiðir opnast inn á stóra alþjóðlega markaði.

Þjónusta toro ventures á erindi til stórra og lítilla fyrirtækja

 Hafðu samband hér þú vilt að við kynnum fyrirtæki þitt fyrir TORO VENTURE

Íslensk þekking getur nýst öðrum löndum

Þekking og reynsla hverrar þjóðar getur reynst öðrum gagnleg við úrlausn mála og að þróa nýjar hugmyndir. Evris leggur kapp á að auka hagvöxt á Íslandi með því að miðla íslenskri þekkingu og tækni í gegnum erlend samstarfsverkefni. Um leið sækjum við líka dýrmæta þekkingu sem nýtist hér á landi.

Evris aðstoðar fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök við flytja út þekkingu sína og afla sér nýrrar þekkingar í alþjóðleg styrkjakerfi.

Evris Foundation ses flytur út þekkingu undir eigin nafni, eins og sjá má undir hlekknum „verk í vinnslu“. Hafðu samband - það er aldrei að vita nema þekking þín og reynsla geti nýst í erlendu samstarfsverkefni!

 

Í gegnum Evris tengir þú fyrirtæki þitt, stofnun eða félagasamtök við umheiminn!

evropustyrkir evris

Evris er samheiti yfir tvö félög, þ.e. einkahlutafélagið Evris ehf. og Evris Foundation ses sem er sjálfseignarstofnun í atvinnurekstri. Markmið beggja félaga er að flytja út íslenska þekkingu.

Evris ehf er einkahlutafélag í eigu framkvæmdastjóra, stofnað árið 2012. Félagið hefur sinnt ráðgjafastörfum innan lands og utan, m.a. með áherslu á alþjóðleg styrkjakerfi til vöruþróunar, markaðssetningar, rannsókna og annarra þátta sem efla nýsköpun, samkeppnishæfni og atvinnulíf. Evris ehf. er samstarfsaðili (e. Business Partner) Inspiralia og Toro Ventures á Íslandi og í Danmörku. Inspiralia og Toro Ventures eru að hluta til í eigu sömu aðila og starfa náið saman að því að aðstoða fyrirtæki við að koma nýsköpun á framfæri á alþjóðlega markaði.

Evris Foundation ses er sjálfseignarstofnun í atvinnurekstri og starfar í samræmi við lög nr. 33/1999. Félagið hóf starfsemi í mars 2014. Tilgangur stofnunarinnar er að efla lífsgæði íbúa hér á landi og annarsstaðar með því að veita stjórnvöldum, stofnunum, félagasamtökum, fyrirtækjum og einstaklingum þjónustu og stuðning við að hrinda í framkvæmd ýmis konar verkefnum sem til framfara horfa. Einkum er horft til verkefna sem hafa sam-evrópska þýðingu. Verkefnin geta m.a. verið á sviði menntunar, menningar, velferðar, nýsköpunar, atvinnumála, atvinnuþróunar og byggðamála. (Skipulagsskrá, 3. grein). 

Í samræmi við tilgang Evris Foundation ses tekur stofnunin einnig sjálf þátt í erlendum verkefnum sem kostuð eru af Evrópusambandinu, Uppbyggingarsjóði EES landanna (EEA Grants) og Norrænum sjóðum. Upplýsingar um verkefni sem Evris tekur þátt í hverju sinni má finna undir hlekknum „Erlend samstarfsverkefni“.


Stjórn Evris Foundation ses:

Ása Hreggviðsdóttir, formaður

Anna Margrét Guðjónsdóttir

Helga Haraldsdóttir

Jóhanna Björk Guðjónsdóttir

Jón Benedikt Björnsson

 

Kennitala Evris Foundation ses:     440314-0150
Vsk. númer:  116194

Kennitala Evris ehf. 600612-0500

Vsk. númer: 111300

 

Framkvæmdastjóri Evris ehf og Evris Foundation ses: Anna Margrét Guðjónsdóttir

Netfang: annamargret@evris.is

Gsm: 694 3774

 

Sérfræðingur Evris Foundation ses: Linda Dröfn Gunnarsdóttir

Netfang: linda@evris.is

Gsm: 662 8075

 

Útibússtýra Evris ehf í Danmörku: Björg Magnúsdóttir

Netfang: bjorg@evris.eu

Gsm: + 45 22 21 31 13

Endurskoðun: KPMG ehf