Evris er brú íslenskra nýsköpunarfyrirtækja yfir á alþjóðlega markaði

Styrkir til vöruþróunar og markaðssetningar

Með samstarfssamningi Evris og alþjóðlega ráðgjafarfyrirtæksins Inspiralia hafa opnast einstakir möguleikar fyrir íslensk fyrirtæki og stofnanir, sem stunda rannsóknir og/eða nýsköpun, að sækja alþjóðlega styrki til vöruþróunar og undirbúnings markaðssetningar erlendis. Við aðstoðum við að sækja evrópska styrki eins og SME Instrument sem styrkir einstök fyrirtæki til vöruþróunar og markaðssetningar á evrópska og alþjóðamarkaði og Eurostars sem ætluð eru litlum og meðalstórum fyrirtækjum til rannsókna og vöruþróunar eða Fast Track Innovation.

Við aðstoðum líka við að sækja bandaríska styrki eins og SBIR sem ætlaðir eru til vöruþróunar á frumstigum og undirbúnings markaðssetningar í Bandaríkjunum.

Evris og Inspiralia halda reglulega kynningarfundi hér á landi um sóknarfæri í evrópskum og bandarískum styrkjum en þess á milli er okkur sönn ánægja að funda með viðskiptavinum og fara yfir sérsniðna styrkjamöguleika.

Við uppfærum reglulega fréttir um árangur Inspiralia með íslenskum fyrirtækjum á bloggsvæðinu (sjá efst á stikunni).

Sendu okkur skilaboð ef þú vilt vita meira 

Vantar fjármagn, þekkingu og alþjóðlegt tengslanet?

Evris aðstoðar íslensk fyrirtæki í nýsköpun við að komast í samband við alþjóðlega fjárfesta og dreifingaraðila. Við vinnum með fyrirtækinu Toro Ventures, sem hefur langa og farsæla reynslu í greina fjárþörf fyrirtækja sem vilja sækja á alþjóðlega markaði, undirbúa fjármögnunarpakka og að leita að alþjóðlegum fjárfestum. Með alþjóðlegum fjárfestum kemur mikil þekking inn í fyrirtækið og leiðir opnast inn á stóra alþjóðlega markaði.

Þjónusta toro ventures á erindi til stórra og lítilla fyrirtækja

 Hafðu samband hér þú vilt að við kynnum fyrirtæki þitt fyrir TORO VENTURE

Íslensk þekking getur nýst öðrum löndum

Þekking og reynsla hverrar þjóðar getur reynst öðrum gagnleg við úrlausn mála og að þróa nýjar hugmyndir. Evris leggur kapp á að auka hagvöxt á Íslandi með því að miðla íslenskri þekkingu og tækni í gegnum erlend samstarfsverkefni. Um leið sækjum við líka dýrmæta þekkingu sem nýtist hér á landi.

Evris aðstoðar fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök við flytja út þekkingu sína og afla sér nýrrar þekkingar í alþjóðleg styrkjakerfi.

Evris Foundation ses flytur út þekkingu undir eigin nafni, eins og sjá má undir hlekknum „verk í vinnslu“. Hafðu samband - það er aldrei að vita nema þekking þín og reynsla geti nýst í erlendu samstarfsverkefni!

 

Í gegnum Evris tengir þú fyrirtæki þitt, stofnun eða félagasamtök við umheiminn!

CHAPTER 

CHAPTER eða Children Help movement Against Physical Threatening and Emotional Repression er verkefni sem miðar að því að uppræta líkamlegt ofbeldi gegn börnum. Verkefnið er styrkt af DAPHNE áætlun Evrópusambandsins en auk EVRIS Foundation taka þátt í því PULSE Foundation og National Network for Children í Búlgaríu, Hope for Children á Kýpur og ADFP Foundation í Portúgal. Hlutverk EVRIS Foundation ses er að miðla íslenskri þekkingu og reynslu í jákvæðum uppeldis og kennsluaðferðum og aðferðir íslenskra stofnana í barnaverndarúrræðum.

Verkefnið hófst í janúar 2017 og lýkur í árslok 2018.


Catch the BALL

Catch the BALL er heiti á verkefni sem styrkt er af Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins. Verkefnisstjórn þess er í höndum Evris Foundation ses en samstarfsaðilar eru U3A Reykjavík, Kaunas Science and Technology Park og MBM Training and Development Centre í Liverpool. 

Catch the BALL er framhald af BALL verkefninu (sjá neðar) en að þessu sinni er ætlunin að útfæra nánar þær hugmyndir sem mótaðar voru í fyrra verkefninu.

Íslenskir bakhjarlar verkefnisins eru Bhm, Landsvirkjun, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og VR. Hlutverk bakhjarlanna er að aðlaga verkefnið og afurðir þess að íslenskum vinnumarkaði.

Verkefnið hófst í desember 2016 og stendur fram í júní 2018.

Hér er slóð á heimasíðu verkefnsins: http://catchtheball.eu/

Myndin er tekin þegar fulltrúar verkefnisins komu saman til fyrsta fundar sem haldinn var í Íslenska Sjávarklasnum / skrifstofu Evris í janúar 2017.

Myndin er tekin þegar fulltrúar verkefnisins komu saman til fyrsta fundar sem haldinn var í Íslenska Sjávarklasnum / skrifstofu Evris í janúar 2017.


Slatina verkefnið

Verkefnið er samstarfsverkefnið Slatina borgar í Rúmeníu og Evris, styrkt af EEA Grants.

Markmið verkefnisins er að endurgera og glæða lífi gamalt og ónothæft menningarhús í Slatina. Hlutverk Evris Foundation ses var ráðgjöf við stefnumótun um starfsemi hússins, taka þátt í að skipuleggja opnunarhátíð í apríl 2016 og skipuleggja fræðsluferð (study tour) fyrir starfsmenn borgarinnar til Reykjavíkur - sjá mynd hér til hliðar.

Verkefnið hófst í desember 2014 og því lauk í ágúst 2016.

Heimasíða Slatina Verkefnisins

Anna Margrét Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Evris ásamt sérfræðingunum Kristínu R. Vilhjálmdóttur, Hólmfríði Ólafsdóttur og Auði Rán Þorgeirsdóttur og starfsfólki Slatina borgar í heimsókn til Reykjavíkur.


Ball verkefnið

be active through lifelong learning evris

BALL verkefnið er skammstöfun á heitinu "Be Active through Life Long Learing".  Um er að ræða tveggja ára verkefni styrkt af Erasmus+ unnið í samstarfi Íslands, Póllands og Spánar. Evris Foundation ses hélt utan um verkefnið en samstarfsaðilar í því voru U3A Reykjavík (University of Third Age) og háskólar þriðja æviskeiðsins í Alicante á Spáni og í Lublin í Póllandi. Markmið verkefnisins var að rannsaka stöðu undirbúnings að þriðja æviskeiðinu og starfslokum og þróa ráðgefandi leiðbeiningar um það hvernig best megi vinna að slíkum undirbúningi. Íslenskir bakhjarlar og samstarfsaðilar verkefnisins voru Reykjavíkurborg, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar, Landsvirkjun, Bandalag háskólamanna (Bhm) og Háskóli Íslands (starfsmannasvið).

Verkefnið hófst í september 2014 og lauk formlega með lokaráðstefnu í Ráðhúsi Reykjavíkur 14. september 2016. Verkefnið fékk einkunina 9,2 / 10 í mati Erasmus+ áætlunarinnar og viðurkenningu Erasmus + 2016 sem besta íslenska verkefnið í flokknum fullorðinfræðsla.

 

Heimasíða BALL verkefnisins

Til móts við þróttmikið þriðja æviskeið - Útgefinn leiðarvísir BALL verkefnisins


Þjóðlistasafnið í Kraków

Starfsfólk Þjóðlistasafnsins í Kraków heimsækir Reykjavíkurborg.

Starfsfólk Þjóðlistasafnsins í Kraków heimsækir Reykjavíkurborg.

"Good educational practices in work with the local community - study visits and workshops as part of the Polish-Icelandic cooperation” er heiti á samstarfsverkefni Þjóðlistasafnsins í Kraków (National Museum of Kraków) og Evris Foundation ses.  Safnið er eitt elsta og virtasta listasafn Póllands og þar starfa um 600 manns. Hlutverk Evris Foundation ses var að veita ráðgjöf í stefnumótun um fræðslustarf í menningarhúsum og hvernig auka megi tengsl við nærumhverfið.  Verkefnið var styrkt af EEA Grants.

Verkefnið hófst í maí 2015 og því lauk í apríl 2016 með útgáfu þessarar bókar:

https://issuu.com/europeanterritoryofculture/docs/mnk_dlaczego_warto/9?e=0%2F34983794


DRUGstop verkefnið

Þetta er samstarfsverkefni Smolyan héraðs í Búlgaríu og Evris sem styrkt er af EEA Grants. Hlutverk Evris er að veita ráðgjöf í stefnumótun í forvarnarstarfi.

Verkefnið hófst í ágúst 2015 og því lauk í júní 2016 með útgáfu á viðamikilli stefnumótun til ársins 2020.


Samstarfsverkefni með Pulse Foundation

Awareness and creative thinking - the road to change er heiti á samstarfsverkefni Pulse Foundation í Búlgaríu og Evris sem styrkt er af EEA Grants. Hlutverk Evris er að veita ráðgjöf í stefnumótun í forvarnarstarfi.

Verkefnið hófst í ágúst 2015 og því lauk í apríl 2016.


KPMG- samstarfssamningur

Evris og KPMG sameinast um aðstoð við sprota- og nýsköpunarfyrirtæki, m.a. við að sækja um alþjóðlega styrki.


evropustyrkir evris

Evris er samheiti yfir tvö félög, þ.e. einkahlutafélagið Evris ehf. og Evris Foundation ses sem er sjálfseignarstofnun í atvinnurekstri. Markmið beggja félaga er að flytja út íslenska þekkingu.

Evris ehf er einkahlutafélag í eigu framkvæmdastjóra, stofnað árið 2012. Félagið hefur sinnt ráðgjafastörfum innan lands og utan, m.a. með áherslu á alþjóðleg styrkjakerfi til vöruþróunar, markaðssetningar, rannsókna og annarra þátta sem efla nýsköpun, samkeppnishæfni og atvinnulíf. Evris ehf. er samstarfsaðili (e. Business Partner) Inspiralia og Toro Ventures á Íslandi og í Danmörku. Inspiralia og Toro Ventures eru að hluta til í eigu sömu aðila og starfa náið saman að því að aðstoða fyrirtæki við að koma nýsköpun á framfæri á alþjóðlega markaði.

Evris Foundation ses er sjálfseignarstofnun í atvinnurekstri og starfar í samræmi við lög nr. 33/1999. Félagið hóf starfsemi í mars 2014. Tilgangur stofnunarinnar er að efla lífsgæði íbúa hér á landi og annarsstaðar með því að veita stjórnvöldum, stofnunum, félagasamtökum, fyrirtækjum og einstaklingum þjónustu og stuðning við að hrinda í framkvæmd ýmis konar verkefnum sem til framfara horfa. Einkum er horft til verkefna sem hafa sam-evrópska þýðingu. Verkefnin geta m.a. verið á sviði menntunar, menningar, velferðar, nýsköpunar, atvinnumála, atvinnuþróunar og byggðamála. (Skipulagsskrá, 3. grein). 

Í samræmi við tilgang Evris Foundation ses tekur stofnunin einnig sjálf þátt í erlendum verkefnum sem kostuð eru af Evrópusambandinu, Uppbyggingarsjóði EES landanna (EEA Grants) og Norrænum sjóðum. Upplýsingar um verkefni sem Evris tekur þátt í hverju sinni má finna undir hlekknum „Erlend samstarfsverkefni“.


Stjórn Evris Foundation ses:

Ása Hreggviðsdóttir, formaður

Anna Margrét Guðjónsdóttir

Helga Haraldsdóttir

Jóhanna Björk Guðjónsdóttir

Jón Benedikt Björnsson

 

Kennitala Evris Foundation ses:     440314-0150
Vsk. númer:  116194

Kennitala Evris ehf. 600612-0500

Vsk. númer: 111300

 

Framkvæmdastjóri Evris ehf og Evris Foundation ses: Anna Margrét Guðjónsdóttir

Netfang: annamargret@evris.is

Gsm: 694 3774

 

Sérfræðingur Evris Foundation ses: Linda Dröfn Gunnarsdóttir

Netfang: linda@evris.is

Gsm: 662 8075

 

Útibússtýra Evris ehf í Danmörku: Björg Magnúsdóttir

Netfang: bjorg@evris.eu

Gsm: + 45 22 21 31 13

Endurskoðun: KPMG ehf